Staðfest tala látinna komin yfir 80 þúsund

Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svía, heilsar Sari Mahosenaho, sendifulltrúa Finna, í …
Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svía, heilsar Sari Mahosenaho, sendifulltrúa Finna, í neyðarmiðstöð sem Norðurlöndin hafa sett upp á Phuket í Taílandi. AP

Staðfest tala látinna eftir náttúruhamfarirnar í Asíu á sunnudag, er nú komin yfir 80 þúsund og segja embættismenn í löndum við Indlandshaf að hin raunverulega tala sé án efa mun hærri. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Indónesíu sagði í dag, að ljóst væri að 45 þúsund manns hefðu farist þar í landi og að minnsta kosti 22.500 manns létu lífið í Sri Lanka og nærri 11 þúsund á Indlandi.

Háttsettur sendifulltrúi alþjóða Rauða krossins sagði í dag, að tala látinna gæti farið yfir 100 þúsund þegar búið er að kanna ástandið á litlum eyjum í Indlandshafi. Óttast er að tugir þúsunda manna hafi farist á Andaman- og Nicobareyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert