SÞ segja þörf á 130 milljónum dala til hjálparstarfs

Mörg hús á Patong strönd á Taílandi eru rústir einar.
Mörg hús á Patong strönd á Taílandi eru rústir einar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sameinuðu þjóðirnar hvöttu í kvöld til þess að í það minnsta 130 milljónum dala yrði varið til hjálparstarfs á Sri Lanka, Maldíveyjum og í Indónesíu vegna hamfaranna sem dundu þar yfir á sunnudagsmorgun. Jan Egeland, sem stýrir skipulagningu hjálparstarfs á vegum SÞ, sagði í kvöld að 70 milljónir dala verði veitt til Sri Lanka, 40 milljónum dala til Indónesíu og 20 milljónum dala til Maldíveyja.

Mörg ríki hafa svarað kalli alþjóðasamtaka og heitið aðstoð við við ríkin sem verst urðu úti í náttúruhamförunum við Indlandshaf. Þannig tilkynntu Kanadastjórn í kvöld að hún hefði ákveðið að hækka fjárframlag til hjálparstarfanna úr 3,2 milljónum dala í 32,8 milljónir dala. Þá lýstu Frakkar því yfir, að þeir myndu verja 22,16 milljónir evra til hjálparstarfa á hamfarasvæðinu.

Staðfest var nú síðdegis að yfir 80 þúsund manns hefðu látið lífið í ellefu ríkjum, langflestir á Sri Lanka, Indlandi og í Indónesíu. Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka til muna og fari yfir 100 þúsund en jafnframt er ljóst, að aldrei verður vitað með vissu hve margir létu lífið þegar flóðbylgjur skullu á löndunum í kjölfar jarðskjálfta sem átti upptök skammt frá eynni Súmötru í Indónesíu.

Leiguflugvél fór með Svía Norðmenn og Dani til Malmö frá …
Leiguflugvél fór með Svía Norðmenn og Dani til Malmö frá Phuket í Taílandi síðdegis í dag. mbl.is/Sverrir
Nóg er af vatni og mat fyrir þá sem þurfa …
Nóg er af vatni og mat fyrir þá sem þurfa á Patong strönd á taílensku eynni Phuket. mbl.is/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert