Um 1.000 Þjóðverja saknað á hamfarasvæðunum

Þýskum ferðamanni sem slasaðist af völdum flóðbylgjunnar í Phuket á …
Þýskum ferðamanni sem slasaðist af völdum flóðbylgjunnar í Phuket á Taílandi, veitt hjálp eftir að hann var fluttur til Bangkok. AP

26 Þjóðverjar, hið minnsta, eru látnir eftir jarðskjálfta og flóðbylgjur við suðurstrendur Asíu um helgina. Um 1.000 Þjóðverja er saknað eftir hamfarirnar að því er Gerhard Schröder kanslari Þýskalands skýrði frá í dag. Schröder, sem sneri til starfa úr jólaleyfi vegna málsins, var greinilega brugðið þegar hann sagði blaðamönnum að staðfest væri að 26 lík sem fundist hefðu, væru af Þjóðverjum.

Schröder bætti við að líklega hefðu nokkur hundruð Þjóðverjar farist af völdum hamfaranna. Hann sagði ekki til um hvar lík Þjóðverjanna hefðu fundist. Þýskar ferðaskrifstofur hafa hins vegar greint frá því að um 380 Þjóðverja sem staddir voru í Phuket og Khao Lak væri saknað.

Sagði Schröder að hamfarirnar væru með þeim verstu í manna minnum. Hann sagði að hann myndi leggja til við þær þjóðir sem tilheyra hinum svonefnda Parísarklúbbi, bjóði Indónesíu og Sómalíu - þeim þjóðum sem verst urðu úti að fresta greiðslu erlendra lána svo þær geti látið fjármagn renna til neyðaraðstoðar og uppbyggingar. Mun Schröder leggja þetta til á fundi Parísarklúbbsins í janúar.

Þá hvatti hann Þjóðverja til þess að láta fé renna til hjálparsamtaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert