Um 3 þúsund manns fundust á lífi á Sri Lanka

Um 3000 íbúar afskekkts þorps á Sri Lanka, sem höfðu verið taldir af, fundust á lífi í morgun og hefur verið komið til þeirra vistum með flugvélum. Fólkið er innikróað á litlu svæði, sem stendur upp úr vatni en var án matar og drykkjarvatns.

Embættismenn áætla nú að um 8 þúsund manns hafi látið lífið í Amparahéraði þegar flóðbylgja skall á Sri Lanka á sunnudagsmorgun. Héraðið, sem er á austurhluta Sri Lanka, varð einna verst úti í náttúruhamförunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert