Alþjóðabankinn veitir 250 milljónir dala til hjálparstarfs í Asíu

Starfsmenn á flugvellinum í Katunayake á Sri Lanka hlaða hjálpargögnum …
Starfsmenn á flugvellinum í Katunayake á Sri Lanka hlaða hjálpargögnum á vörubíl. AP

Alþjóðabankinn mun veita 250 milljónir dala til hjálparstarfsins eftir náttúruhamfarirnar í Asíu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði síðdegis, að James Wolfenson, forstjóri bankans, hafi skýrt Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ frá þessu á fundi sem þeir áttu í dag. Mun Annan tilkynna þetta formlega á blaðamannafundi síðdegis. Tala látinna eftir hamfarirnar nálgast nú 125 þúsund.

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við AFP fréttastofuna í dag, að væntanlega yrði haldin alþjóðleg ráðstefna í næstu viku um hjálparstarfið við Indlandshaf. Sagði Powell, að þörfin væri brýn, en jafnframt væri ljóst að aðgerðir á svæðinu myndu taka mörg ár.

Fjölmörg ríki hafa heitið fjárframlögum til hjálparstarfsins. Nú síðdegis tilkynntu bresk stjórnvöld t.d. að ákveðið hefði verið að auka framlagið úr 15 milljónum punda í 50 milljónir punda, jafnvirði 5,9 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert