Skelfing greip um sig á Indlandi vegna aðvörunar um yfirvofandi flóðbylgju

Eyðilegging í borginni Meulaboh í Aceh-héraði í Indónesíu.
Eyðilegging í borginni Meulaboh í Aceh-héraði í Indónesíu. ap

Þúsundir manna flýðu í ofboði í morgun úr strandhéruðum á sunnanverðu Indlandi eftir að yfirvöld höfðu gefið út viðvörun um að önnur flóðbylgja kynni að ganga þar á land.

„Hrannirnar eru að koma,“ hrópaði fólk á hlaupum af skelfingu og æddi inn í nærtæk farartæki til að komast á brott af svæðum á strönd Tamil Nadu þar sem þúsundir fórust á á annan dag jóla.

Að sögn indversku fréttastofunnar Press Trust of India (PTI) greip um sig mikil skelfing á svæði við borgina Nagapattinam í kjölfar viðvörunarinnar. Ráðgert var að æðsti ráðherra Tamil Nadu, J. Jayalalithaa, kæmi í dag í heimsókn í fiskimannabæinn Akkaraipettai skammt frá Nagapattinam en hún hætti við vegna nýrrar flóðahættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert