Skynjuðu dýrin hættuna?

Það hefur vakið nokkra furðu á Sri Lanka, að ekki er að sjá, að villt dýr á hamfarasvæðunum þar í landi hafi orðið flóðbylgjunni að bráð. Túlka margir það þannig, að þau hafi skynjað hættuna í tíma og forðað sér.

Þyrla flaug yfir Yala-þjóðgarðinn á austurströnd Sri Lanka í gær og var hvergi að sjá dauða skepnu þótt flóðið hefði upprætt skóginn næst ströndinni. Mikið var þar hins vegar af sprelllifandi fílum, bufflum og alls konar hjartardýrum. "Þetta sýnir kannski það, sem sagt er, að dýrin búi yfir sjötta skilningarvitinu," sagði Gehan de Silva Wijeeyeratne en hann rak hótel í þjóðgarðinum. Er það nú rústir einar.

Yala-þjóðgarðinum. AP

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert