Tafir á neyðarhjálp gæti kostað fleiri mannslíf

Sjálfboðaliðar við eldamennsku í neyðarskýli í borginni Takuapa fyrir fólk …
Sjálfboðaliðar við eldamennsku í neyðarskýli í borginni Takuapa fyrir fólk sem misst hefur heimili sín. ap

Tafir á því að koma hjálpargögnum til þeirra sem komust lífs af eftir flóðbylgju sem reið yfir 11 lönd við Indlandshaf á anna dag jóla gæti valdið því að þúsundir manna til viðbótar dæju, að sögn hjálparsamtaka. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja um fimm milljónir manna á vergangi og án nauðsynja til að lifa hörmungarnar af en nú er staðfest að yfir 80.000 manns hafi farist.

Að sögn fréttamanna hafa nauðsynleg hjálpargögn, matvæli og lyf, tæpast borist fólki sem um sárt eigi að binda af völdum flóðbylgjunnar í Indónesíu og Sri Lanka.

Bandaríkin, Ástralía, Japan og Indland hafa myndað alþjóðlegt bandalag um að skipuleggja og sjá fyrir neyðarhjálp. Erlendar ríkisstjórnir hafa heitið meira en 220 milljónum dollara til hjálparstarfs, þar af bjóða Bandaríkin 35 milljónir.

Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar SÞ, segir að það muni taka tvo til þrjá daga til viðbótar að koma hjálparstarfi á fullt skrið og fyrir „tugþúsundir“ manna sem hefðu þurft hjálp mun fyrr kynni það að vera of seint, segir á fréttavef breska útvarpsins, BB>.

Enn er gífurlegs fjölda fólks saknað eftir flóðbylgjuna en henni olli 9,0 stiga risaskjálfti sem átti upptök á hafsbotni undan eynni Súmötru.

Víða í héraðinu Aceh í Indónesíu stendur ekki steinn yfir …
Víða í héraðinu Aceh í Indónesíu stendur ekki steinn yfir steini eftir flóðbylgjuna. ap
Tælendingar sem misst hafa heimili sín reyna að hafa uppi …
Tælendingar sem misst hafa heimili sín reyna að hafa uppi á ættingjum í neyðarskýli í borginni Takuapa. ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert