Tala látinna komin yfir 118 þúsund

Eyðileggingin blasir við hvar sem litið er á Aceh héraði …
Eyðileggingin blasir við hvar sem litið er á Aceh héraði í Indónesíu. AP

Tala látinna, eftir náttúruhamfarirnar í Asíu á sunnudag, er nú komin yfir 118 þúsund, í kjölfar tilkynningar frá stjórnvöldum í Indónesíu um manntjón þar í landi en heilbrigðisráðuneyti landsins sagði í dag að 79.940 manns að minnsta kosti hefðu látið þar lífið, langflestir í Aceh héraði á vesturhluta Súmötru.

Embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu sagði, að tala látinna hefði hækkað skyndilega þegar nýjar upplýsingar bárust frá bænum Meulaboh í vesturhluta Acehhéraði en björgunarmenn höfðu ekki komist til bæjarins fyrr en í morgun.

Þá hækkaði tala látinna í Sri Lanka um nærri 2000 manns í dag og er nú 24.743 en nærri 5 þúsund manns er enn saknað. Þá hafa að minnsta kosti 11 þúsund manns farist á Indlandi en margar þúsunda er saknað. Nærri 2400 létu að minnsta kosti lífið í suðurhluta Taílands og yfir 6 þúsund manns er saknað og eru þeir flestir taldir af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert