Áramót í skugga hamfara í Asíu

Fórnarlamba flóðbylgnanna minnst í Phuket í Taílandi í dag.
Fórnarlamba flóðbylgnanna minnst í Phuket í Taílandi í dag. AP

Áramótin fara að þessu sinni fram í skugga hamfara sem urðu í Suður-Asíu á annan dag jóla, en þær hafa kostað meira en 125.000 manns lífið í allnokkrum ríkjum. Í þeim hlutum Asíu sem verst urðu úti eru víða haldnar bænavökur og fólk sem lifði hamfarirnar af leitar í örvæningu að mat og hreinu drykkjarvatni. Í öðrum löndum á svæðinu sem ekki urðu fyrir tjóni, sem og annars staðar í heiminum fara hátíðahöld þó fram nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Í Sydney í Ástralíu, sem var ein fyrstu borga í heiminum til þess að fagna árinu 2005 sótti um ein milljón manna flugeldasýningu við höfnina.

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa ákveðið að auka viðbúnað vegna hamfaranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert