ESB reiðbúið að leggja fram 300 milljónir evra til hamfarasvæða

Tekið við vistum í Krabi héraði í Taílandi í dag.
Tekið við vistum í Krabi héraði í Taílandi í dag. AP

Louis Michel, yfirmaður þróunaraðstoðar hjá Evrópusambandinu (ESB) boðaði í dag til alþjóðlegrar ráðstefnu gefenda neyðaraðstoðar og sagði að sambandið væri reiðubúið að senda um 300 milljónir evra til hamfarasvæðanna í Asíu. Upphæðin samsvarar rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.

Peningana á að nota til þess að senda neyðargögn á borð við tjöld, drykkjarvatn, færanleg sjúkrahús, lyf og líkpoka. Féð á einnig að nota til uppbyggingar á flóðasvæðunum.

ESB hefur þegar sent 33 milljónir evra til Indónesíu, Sri Lanka og Maldíveyja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert