Um 3500 Svía saknað í Taílandi

Þannig er umhorfs í bænum Khao Lak, þar sem þúsundir …
Þannig er umhorfs í bænum Khao Lak, þar sem þúsundir Svía voru í leyfi þegar flóðbylgjan reið þar yfir. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sænska utanríkisráðuneytið segir nú, að ekki sé vitað um afdrif um 3500 Svía, sem voru í suðurhluta Taílands þegar flóðbylgja skall á ströndum landsins sl. sunnudag. Staðfest er að 44 Svíar létu lífið í náttúruhamförunum en Göran Persson, forsætisráðherra, sagði í gær að sú tala myndi án efa hækka og gæti farið yfir þúsund.

Jonas Hafström, sendiherra Svía í Taílandi, sagði í dag að áætlanir utanríkisráðuneytisins væru óvissu háðar, því hugsanlega hefðu einhverjir sænskir ferðamenn haldið heim án þess að hafa samband við embættismenn.

Taíland hefur verið vinsæll áfangastaður sænskra ferðamenna og þúsundir Svía voru í jólaleyfi í bænum Khao Lak á eynni Phuket. Khao Lak varð mjög illa úti þegar flóðbylgjan reið þar yfir og hafa 3-4 þúsund lík fundist þar.

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Svíþjóð á morgun, nýársdag. Verða fánar dregnir í hálfa stöng og minningarguðsþjónustur verða í kirkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert