Tala þeirra Svía sem saknað er lækkar

Sænsk stjórnvöld sögðu í dag að tala þeirra Svía, sem staðfest er að létust í náttúruhamförunum í Ásíu fyrir viku, hefðu lækkað úr 59 í 52. Þá er ekki vitað um afdrif 2915 Svía sem voru á hamfarasvæðunum og hefur sú tala einnig lækkað úr um 3500.

Að sögn Hans Dahlgren, ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins, hafa embættismenn haft samband við fjölskyldur 1905 ferðamanna, sem vitað var að voru í leyfi í Taílandi, og hafa 1170 nöfn verið strikuð út af lista yfir þá sem saknað er. Á móti komi, að ný nöfn hafi bæst á listann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert