Þjóðarsorg í Danmörku í dag

Fórnarlamba flóðbylgnanna minnst í Phuket í Taílandi í síðustu viku.
Fórnarlamba flóðbylgnanna minnst í Phuket í Taílandi í síðustu viku. AP

Fánar eru dregnir við hálfa stöng í Danmörku í dag en þjóðarsorg hefur verið lýst yfir vegna náttúruhamfaranna í Asíu á annan dag jóla. Staðfest er að sjö Danir fórust af völdum hamfaranna og 454 er enn saknað eftir þær. Alls fórust meira en 123.000 manns í allnokkrum ríkjum Suður-Asíu í hamförunum. Minningarathöfn vegna fórnarlamba þeirra verður haldin í Vorrar frúar kirkju í dag. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, mun sækja athöfnina auk dönsku konungsfjölskyldunnar, þar á meðal Margrétar drottningar og Friðriks krónprins. Þingmenn og erindrekar munu einnig verða viðstaddir athöfnina.

Fogh Rasmussen varaði við því í gær að vonir færu dvínandi um að þeir ferðamenn sem saknað er eftir flóðbylgjurnar finnist.

Þeir ferðamannstaðir í Taílandi sem verst urðu úti af völdum flóðbylgnanna, Phuket og Khao Lak, voru vinsælir áfangastaðir meðal Dana, Svía, Norðmanna og Finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert