1137 Suður-Afríkumenn á hamfarasvæðinu hafa ekki fundist

Vitað er að 1137 S-Afríkumenn voru á svæðinu sem flóðbylgjan lenti á annan jóladag. Sjö þeirra eru taldir látnir. Að sögn talsmanns suður-afrískra stjórnvalda voru þessir 1137 S-Afríkumenn á svæðinu þegar hamfarirnar urðu en ekkert hefur heyrst frá þeim eftir það.

Alls hafa 1820 S-Afríkumenn fundist á lífi á svæðinu. Miðstöð fyrir aðgerðir vegna hamfaranna hefur verið sett upp í Pretoria í Suður-Afríku og rannsóknardeild suður-afrísku lögreglunnar aðstoðar stjórnvöld við að finna og bera kennsl á þá sem hugsanlega hafa látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert