Fórnarlömb hamfaranna í Asíu orðin fleiri en 144.000 talsins

Beðið fyrir fórnarlömbum hamfaranna í Manila, höfuðborg Filippseyja í dag.
Beðið fyrir fórnarlömbum hamfaranna í Manila, höfuðborg Filippseyja í dag. AP

Meira en 144.000 manns eru látnir eftir jarðaskjálfta og flóðbylgjur á Indlandshafi fyrir rúmri viku. Flestir létust í Indónesíu, en þar hefur 94,801 dauðsfall af völdum hamfaranna verið staðfest. Á Sri Lanka fórust tæplega 30.000 manns og 5.740 manna er enn saknað þar. Indversk stjórnvöld segja 15.275 látna eftir hamfarirnar þar og 7.796 manna er saknað. Í Taílandi segja stjórnvöld að 5.046 séu látnir. Neyðarráðstefna þjóðarleiðtoga vegna hamfaranna verður haldin í Jakarta í Indónesíu í vikunni.

Sögðu alþjóðlegar hjálparstofnanir í dag að vonir stæðu til að þar tækist að leysa úr ýmsum vandamálum í tengslum við skipulag hjálparstarfsins. Takist það muni ganga betur að koma fórnarlömbum flóðbylgnanna til aðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert