Frakkar vilja auðvelda ættleiðingu barna frá hamfarasvæðunum

Michel Barnier utanríkisráðherra Frakklands sagði í kvöld að Frakkar væru reiðubúnir að auðvelda ættleiðingu munaðarlausra barna frá hamfarasvæðunum við Indlandshaf.

„Við getum gangsett sérstakt ættleiðingarverkefni í ráðuneyti mínu,“ sagði Barnier við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 í kvöld. Hann lagði þó áherslu á að fara yrði að óskum viðkomandi ríkja en munaðarlausum börnum í löndum við Indlandshaf hefur fjölgað stórum vegna hamfaranna á anna dag jóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert