Telur að yfir 150 Frakkar hafi farist við Indlandshaf

Fulltrúar og starfsfólk hjá Evrópuráðinu í Strasbourg í Frakklandi vottuðu …
Fulltrúar og starfsfólk hjá Evrópuráðinu í Strasbourg í Frakklandi vottuðu í dag virðingu þeim sem fórust í flóðbylgjunni við Indlandshaf með einnar mínútu þögn við höfuðstöðvar stofnunarinnar. ap

Renaud Muselier, aðstoðarráðherra í franska utanríkisráðuneytinu, segir að að fyrir liggi að 122 franskir borgarar hafi týnt lífi af völdum flóðbylgjunnar við Indlandshaf.

Muselier segir líklegt að talan verði nokkuð hærri þegar öll kurl séu komin til grafar; fari upp fyrir 150. Hann segir að frönsk yfirvöld hafi enn sem komið er engar fréttir af hundruð borgara sem ætlað hafi að dveljast við strendur í ríkjum Suðaustur-Asíu yfir jól og áramót.

Af þeim Frökkum sem staðfest er að hafi farist biðu fjórir bana á Sri Lanka, hinir í Tælandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert