Flugvöllurinn í Aceh tekinn í notkun að nýju

Bandarísk herþyrla lendir með birgðir á flugvellinum í Aceh í …
Bandarísk herþyrla lendir með birgðir á flugvellinum í Aceh í dag. AP

Flugvöllurinn í Acehéraði í Indónesíu, þar sem mikið tjón varð af völdum jarðskjálfta og flóða, og lokað var vegna slyss á flugbraut fyrr í dag, hefur verið opnaður að nýju, að því er talsmaður Bandaríkjahers segir. Óhappið varð með þeim hætti að flugvél sem þar var að lenda með birgðir ók á nautgrip á flugbrautinni.

„Ég er mjög stoltur af því að þessu fólki tókst að hreinsa brautina á svo skömmum tíma, opna flugvöllinn og gera hann starfhæfan að nýju,“ sagði Matt Klunder, höfuðsmaður í Bandaríkjaher við CNN fréttastofuna.

Mikið liggur á að koma birgðum til nauðstaddra sem búa afskekktast í héraðinu og er flugvöllurinn afar mikilvægur til þess að það megi takast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert