Næstum 146.000 manns látnir eftir jarðskjálfta og flóð í Asíu

Fólk sem lenti í flóðbylgjum á Taílandi fær mat á …
Fólk sem lenti í flóðbylgjum á Taílandi fær mat á eyjunni Phuket í dag. AP

Fjöldi þeirra sem lést í miklum jarðskjálftum og flóðbylgjum í Suður-Asíu á annan dag jóla er nú kominn upp í næstum 146.000 manns, samkvæmt tölum sem birtar hafa verið í dag.

Í Indónesíu, þar sem ástandið er verst, hafa 94.100 dauðsföll verið skráð eftir hamfarirnar að sögn heilbrigðisráðuneytis landsins. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í nótt að tugir þúsunda til viðbótar hefðu að líkindum farist í Indónesíu. Á Sri Lanka hafa 30.196 dauðsföll verið skráð, 15.485 á Indlandi og 5.187 á Taílandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert