Óttast að hundruð fiskimanna hafi farist í Myanmar

Talsmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir, að óttast sé að hundruð fiskimanna hafi farist í Myanmar þegar flóðbylgjan skall þar á strönd landsins 26. desember sl. Stjórnvöld í landinu segja hins vegar að 53 hafi farist og 21 sé saknað.

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að gervihnattamyndir sýni að afskekkt strandhéruð í Myanmar séu ekki eins illa farin og strandhéruð í öðrum löndum á svæðinu. Powell hefur að undanförnu farið um hamfarasvæðin í Taílandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert