Skoskir þingmenn gjafmildir

Ágreiningur og ólíkar stefnur voru lagðar til hliðar af þingmönnum á skoska þinginu í gærkvöldi er þingmenn tveggja stærstu flokka Skotlands samþykktu sín á milli að gefa sem svarar daglaunum til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum við Indlandshaf.

Samkomulagið sem þingmenn Skoska þjóðarflokksins áttu frumkvæði að og þingmenn Verkamannaflokksins í skoska þinginu samþykktu strax gæti leitt til þess að um 200.000 pund safnist fallist fulltrúar flokkanna tveggja í breska þinginu að slást í hópinn.

Fulltrúar Skoska sósíalistaflokksins og flokks græningja á löggjafarsamkundu Skotlands ákváðu að fara að fordæmi stallbræðra sinna og gefa í söfnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert