Þriggja mínútu þögn í löndum ESB á morgun

Efnt verður til þriggja mínútna þagnar í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) á hádegi á morgun - klukkan 11 að íslenskum tíma - til að minnast fórnarlamba flóðbylgjunnar við Indlandshaf á annan dag jóla. Fánar verða áfram í hálfa stöng á opinberum stofnunum.

Framkvæmdastjórn ESB hvatti öll aðildarríki sambandsins í dag til að efna til þagnarstundarinnar og votta þannig yfir 150.000 manns sem fórust virðingu sína.

Danir munu þó ekki taka þátt í aðgerðinni þar sem efnt var til tveggja mínútna þagnarstundar þar í landi í fyrradag. Þó verður starfsemi í kauphöllinni í Kaupmannahöfn stöðvuð á hádegi í morgun í þrjár mínútur. Sömuleiðis verður brúin yfir Eyrarsund lokuð þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert