Annan kominn til Jakarta

Annan á Sukarno Hatta flugvellinum í Jakarta í dag.
Annan á Sukarno Hatta flugvellinum í Jakarta í dag. AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), kom í dag til Jakarta í Indónesíu en þar mun hann sitja alþjóðlega ráðstefnu um hjálparstarf eftir jarðskjálfta og flóð í Suður-Asíu á annan dag jóla, að því er embættismenn sögðu.

Annan mun seinna í dag hitta starfsmenn SÞ sem þar eru við hjálparstörf. Margir þjóðarleiðtogar og fulltrúar hjálparsamtaka munu sækja ráðstefnuna í Jakarta á morgun.

Þar á meðal eru Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. Meira en 145.000 manns létust í hamförunum í Asíu, þar af meira en 94.000 í Aceh-héraði í Indónesíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert