Ástralar lofa að verja 48 milljörðum króna til hjálparstarfs og uppbyggingar

John Howard, forsætisráðherra Ástalíu, tilkynnti í dag að áströlsk stjórnvöld muni veita Indónesíu 1 milljarð ástralskra dala, jafnvirði rúmra 48 milljarða króna, í lán og styrki til uppbyggingar eftir náttúruhamfarirnar 26. desember.

„Þetta er sögulegt skref í samskiptum Indónesíu og Ástralíu í kjölfar þessara hræðilegu náttúruhamfara," sagði Howard við blaðamenn í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í dag. Sagði hann að þeir Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, muni veita forstöðu sameiginlegri nefnd ríkjanna sem hafi eftirlit með því hvernig fénu verður varið.

Helmingur upphæðarinnar verður í formi styrkja til neyðarhjálpar og afgangurinn verður lán til uppbyggingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert