Barnahjálp SÞ hefur þungar áhyggjur af börnum á hamfarasvæðum

Barn sem er munaðarlaust eftir hamfarirnar flutt á sjúkrahús í …
Barn sem er munaðarlaust eftir hamfarirnar flutt á sjúkrahús í Jakarta í Indónesíu. AP

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, hefur hvatt alþjóðasamfélagið til þess að setja börn sem urðu munaðarlaus í hamförunum í Suður-Asíu á annan dag í jóla í forgang þegar kemur að hjálparstarfi. Það var Carol Bellamy, framkvæmdastjóri Unicef, sem hvatti til þessa en í dag hefst alþjóðleg ráðstefna í Jakarta í Indónesíu sem hefur að markmiði að samræma hjálparaðgerðir á jarðskjálfta- og flóðasvæðunum. Að minnsta kosti 50.000 börn fórust í hamförunum og meiri en ein milljón barna slasaðist eða missti fjölskyldur sínar í þeim.

Unicef vara við því að ung munaðarlaus börn séu varnarlaus gagnvart mönnum sem hafi í huga að selja þau í kynlífsþrældóm. Samtökin segja að þau hafi ákveðið að setja fjögur mál á oddinn á ráðstefnunni í dag sem þau telji að verði að taka til greina til þess að hjálpa megi þessum börnum sem þau nefna „flóðbylgjukynslóðina.“

Unicef vill að að tryggt verði að börnin hafi aðgang að hreinlætisaðstöðu, vatni og næringu og þau njóti umönnunar. Að auki segir Unicef mikilvægt að reynt verða að finna fjölskyldur þeirra barna sem týndu þeim í hamförunum, vernda þurfi þau gegn misnotkun og tryggja að þau komist aftur í skóla eins fljótt og auðið er.

„Ég er ekki sannfærð um að alþjóðlegar hjálparaðgerðir beinist í nægilega miklum mæli að meiri en 1,5 milljónum barna sem eru í viðkvæmri stöðu eftir þessar hörmungar,“ sagði Bellamy.

Myndir Sverris Vilhelmssonar frá Taílandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert