Bush gefur 10.000 dollara úr eigin vasa

Bush flytur ræðu í dag í Collinsville í Illinois og …
Bush flytur ræðu í dag í Collinsville í Illinois og boðar takmörkun á bótum sem hægt er að krefjast vegna læknamistaka. ap

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið 10.000 dollara - um 620 þúsund krónur - úr eigin vasa til söfnunar vegna hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu, að sögn talsmanns hans.

„Hann póstleggur ávísanirnar í dag,“ sagði talsmaðurinn, Scott McClellan, sem er á ferðalagi í Illinoisríki með forsetanum. Hann vildi ekki segja hvaða líknarfélög fengju féð en sum þeirra væri þó að finna á heimasíðu stjórnarinnar á vefslóðinni www.usafreedomcorps, en til hennar hefur forsetinn vísað er hann hefur hvatt fólk til að leggja hjálparstarfinu lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert