Þjóðverjar leggja 42 milljarða króna til hjálparstarfs

Heidemarie Wieczorek-Zeul, þróunarráðherra, Joschka Fischer, utanríkisráðherra og Gerhard Schröder, kanslari, …
Heidemarie Wieczorek-Zeul, þróunarráðherra, Joschka Fischer, utanríkisráðherra og Gerhard Schröder, kanslari, á ríkisstjórnarfundinum í morgun. AP

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, staðfesti í dag að ríkisstjórn landsins hafi ákveðið að leggja 500 milljónir evra, jafnvirði nærri 42 milljarða króna, til hjálparstarfs og uppbyggingar í ríkjunum við Indlandshaf eftir náttúruhamfarirnar 26. desember. Verður þessi aðstoð veitt á 3-5 næstu árum.

Þetta er mesta framlag, sem eitt ríki hefur til þessa heitið til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum, en þýska ríkisstjórnin hélt sérstakan fund um málið í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert