Þriggja mínútna þögn í minningu fórnarlamba hamfara í Asíu

Starfsfólk Evrópusambandsins tók þátt í þriggja mínútna þögninni við höfuðstöðvar …
Starfsfólk Evrópusambandsins tók þátt í þriggja mínútna þögninni við höfuðstöðvar ESB í Brussel. AP

Efnt var til þriggja mínútna þagnar í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) á hádegi í dag, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, til að minnast fórnarlamba flóðbylgjunnar við Indlandshaf á annan dag jóla. Á ýmsum stöðum, allt frá verðbréfahöllum til verslunarmiðstöðva, ríkti þriggja mínútna þögn. Víða var flaggað í hálfa stöng, gert var hlé á sjónvarpsútsendingum og kirkjuklukkum var hringt.

„Vegna þess að allir þurfa að bera þessa miklu sorg... ég líka, á minn eigin hátt, vildi fólk taka þátt í þögninni,“ sagði Eila Tammilehto, leigubílstjóri í Helsinki, í hádeginu í dag.

Byggingaverkamenn lúta höfði í Stokkhólmi í hádeginu.
Byggingaverkamenn lúta höfði í Stokkhólmi í hádeginu. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert