391 Breta saknað eftir hamfarir við Indlandshaf

Hreinsunarstörf á Phuket-eyju.
Hreinsunarstörf á Phuket-eyju. AP

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að staðfest væri að 49 Bretar hefðu farist í hamförunum við Indlandshaf á annan dag jóla og 391 Breta væri saknað. Sagði Straw að talið væri „afar líklegt“ að þeir sem saknað væri, væru látnir. „Ómögulegt er að greina frá hvaða landi“ mörg fórnarlambanna eru, sagði Straw á blaðamannafundi eftir að hann fór í dag um Phuket-eyju á Taílandi.

„Miðað við hversu umfangsmiklar hamfarirnar voru er ljóst að margar fjölskyldur eiga eftir að ganga í gegnum langvarandi þjáningu,“ sagði Straw. „Aldrei verða borin kennsl á sum fórnarlambanna og ég finn til með öllum sem lentu í þessum hörmulegu hamförum,“ sagði Straw og bætti við að ekki sæi fyrir endann á hörmungunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert