Bush útilokar ekki að framlag til hamfarasvæða í Asíu verði aukið

Kona í Aceh héraði í Indónesíu skoðar föt sem þangað …
Kona í Aceh héraði í Indónesíu skoðar föt sem þangað hafa verið send eftir hamfarirnar. AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í dag að Bandaríkin hygðust gera það sem í þeirra valdi stæði til þess að aðstoða við uppbyggingu þeim ríkjum Asíu sem urðu illa úti af völdum jarðskjálfta og flóða á annan dag jóla. Bush útilokaði ekki að Bandaríkin myndu auka framlag sitt til flóðasvæðanna. Hefur Bandaríkjastjórn þegar lofað um 350 milljónum dollara í aðstoð, en upphæðin samsvarar rúmum 22 milljörðum íslenskra króna.

Þetta sagði Bush eftir að hann átti fund með Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er nýkominn úr ferð um flóðasvæðin. „Við vinnum heilshugar að þessu í dag og ætlum einnig að vinna af heilindum á morgun,“ sagði Bush eftir fund með Powell í Hvíta húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert