Langur tími leið þar til Svíakonungur fékk upplýsingar frá stjórnvöldum

Karl Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning, Madelene prinsessa og Karl Filippus …
Karl Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning, Madelene prinsessa og Karl Filippus prins. AP

Karl Gústaf, Svíakonungur, segi í viðtali við Dagens Nyheter í dag, að einn og hálfur sólarhringur hafi liðið frá hamförunum í Asíu á öðrum degi jóla þar til konungur fékk upplýsingar um stöðu mála frá sænskum stjórnvöldum.

Konungur segir í viðtalinu hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneyti og forsætisráðuneyti landsins og það hafi ekki verið fyrr en síðdegis 27. desember að hann náði sambandi við Lars Danielsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Daginn eftir hafi Hans Dahlgren, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, komið til sænsku konungshallarinnar og veitt konungi upplýsingar um stöðu mála.

Á sjöunda tug Svía fórst í hamförunum og enn er ekki vitað um afdrif á sjöunda hundrað Svía, sem talið er að hafi verið á hamfarasvæðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert