SÞ hafa tryggt 717 milljónir dala til hjálparstarfs í Asíu næsta hálfa árið

Indónesískir hermenn dreifa fötum í neyðarbúðum í Calang í Aceh …
Indónesískir hermenn dreifa fötum í neyðarbúðum í Calang í Aceh héraði í Indónesíu á dögunum. AP

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) tilkynntu í dag að tryggt væri að 717 milljónir dala bærust til hjálparstarfs í Indlandshafi næstu sex mánuðina. Upphæðin samsvarar um 45,4 milljörðum íslenskra króna. Jan Egeland, sem fer fyrir hjálparstarfinu hjá SÞ greindi frá þessu eftir ráðstefnu aðila sem gefa til starfsins. Egeland sagði að SÞ hefði aldrei fyrr náð að tryggja jafn mikla fjármuni til neyðaraðstoðar eftir náttúruhamfarir á svo stuttum tíma.

Upphæðin samsvarar um 73% þeirra fjármuna sem lofað var að senda í neyðaraðstoð til hamfarasvæðanna í síðustu viku.

Talið er að nær 160.000 manns hafi farist í jarðskjálftum og flóðbylgjum í allnokkrum ríkjum Indlandshafs á annan í jólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert