Meira en 10 milljörðum dala heitið í aðstoð á hamfarasvæðum í Asíu

Neyðargögnum dreift í bænum Meulaboh í Aceh héraði í Indónesíu …
Neyðargögnum dreift í bænum Meulaboh í Aceh héraði í Indónesíu í dag. AP

Meira en 10 milljörðum dala hefur verið heitið til hjálparstarfs í ríkjunum við Indlandshaf sem urðu illa úti af völdum jarðskjálfta og flóða á annan dag jóla, samkvæmt tölum AFP-fréttastofunnar. Upphæðin samsvarar um 632 milljörðum íslenskra króna. Tók fréttastofan saman opinber framlög, framlög stofnana og einkaframlög sem heitið hefur verið í 42 ríkjum.

Auk þess að telja þær fjárhæðir sem lofað hefur verið til aðstoðarinnar peningar voru loforð um afnám skulda og lán með lágum vöxtum reiknuð með.

Sum ríki hafa sent hjálpargögn til ríkjanna við Indlandshaf. Slík framlög eru hins vegar ekki reiknuð inn í tölu AFP. Samkvæmt henni nema framlög sem opinberir aðilar hafa lofað til uppbyggingarstarfsins meira en 8 milljörðum dala og einkaframlög eru meiri en 2 milljarðar dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert