Parísarklúbburinn veitir nokkrum ríkjum á hamfarasvæðum greiðslufrest

Mikil eyðilegging varð af völdum hamfaranna í Aceh héraði í …
Mikil eyðilegging varð af völdum hamfaranna í Aceh héraði í Indónesíu. AP

Parísarklúbburinn, samtök 19 iðnríkja, tilkynnti í dag að Indónesíu, Seychelleseyjum og Sri Lanka yrði þegar í stað veittur greiðslufrestur á lánum, en þessi lönd urðu illa úti af völdum jarðskjálfta og flóða á annan dag jóla. „Þetta er boð Parísarklúbbsins og það hefur enn ekki verið samþykkt af þeim löndum sem um ræðir, Sri Lanka, Indónesíu og Seychelleseyjar ,“ sagði Jean-Pierra Joyuet forseti klúbbsins á blaðamannafundi í París.

Joyuet sagði að boðið væri ekki háð skilyrðum, svo sem samkomulagi við Alþjóða gjaldeyrisjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert