Bush segir aðstoð við ríki á hamfarasvæðum bæta ímynd Bandaríkjanna

Íbúar á Súmötru í Indónesíu berjast um hrísgrjón sem bandarískir …
Íbúar á Súmötru í Indónesíu berjast um hrísgrjón sem bandarískir hermenn dreifðu þar í dag. AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að neyðaraðstoð á vegum bandaríska hersins á hamfarasvæðum í Suðaustur-Asíu, bætti ímynd Bandaríkjanna á alþjóðavísu. „Mikið hefur verið rætt um að sumir jarðarbúar kunni ekki að meta Bandaríkin. Ég get fullvissað ykkur um það að fólkið sem herinn okkar hefur hjálpað kann að meta Bandaríkin,“ sagði Bush eftir að hann gaf bandaríska varnarmálaráðuneytinu, Pentagon, skýrslu um hjálparstarfið.

„Herinn okkar skiptir sköpum þegar að því kemur að aðstoða og koma hjálpargögnum til fólks og í því að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samkennd,“ sagði Bush ennfremur, en við hlið hans stóð Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert