Fækkað um helming á lista yfir Svía sem saknað er eftir hamfarir í Asíu

Víða var flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð eftir hamfarirnar …
Víða var flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð eftir hamfarirnar við Indlandshaf. AP

Sænska lögreglan fækkaði í dag um helming fólki sem er á lista yfir þá sænsku borgara sem saknað er eftir jarðskjálfta og flóð í Indlandshafi á annan dag jóla. Fyrir tveimur dögum voru 1.719 manns á listanum, en hefur nú verið fækkað í 893.

Eftir að hafa sett sig í samband við einkaheimili reyndist unnt að fækka þeim sem eru á listanum, að því er sagði í yfirlýsingu lögreglu vegna málsins.

Talið er að upplýsingar um þá sem nú eru á listanum yfir fólk sem saknað er eftir hamfarirnar séu áreiðanlegar. Líkurnar á að þetta fólk hafi lifað hamfarirnar af eru taldar afar litlar. Alls fórust meira en 163.000 manns í hamförunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert