Forsætisráðherra Tælands segir þjóðina ekki þurfa frekari fjárframlög

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN að þjóð sín þurfi ekki á frekari fjárframlögum að halda vegna hamfaranna á annan jóladag. Aðrar þjóðir hafi meiri þörf fyrir peningana en Tæland þurfi hins vegar á ýmis konar annarri aðstoð að halda en fjárhagslegri.

Um 5300 manns létust í flóðunum í Tælandi og um 3400 manns er saknað. Margir þeirra sem saknað er eru ferðamenn.

Thaksin sagði í viðtalinu að enn ætti eftir að bera kennsl á um 3000 lík. „Það gengur nokkuð hægt hjá okkur að bera kennsl á líkin, en við verðum að vera viss um að DNA-sýnin séu rétt,“ sagði Thaskin og varaði við því að ferlið gæti tekið nokkurn tíma í viðbót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert