Tala látinna í náttúruhamförunum komin yfir 168 þúsund

Íbúi í Banda Aech, héraðshöfuðborg Aech á Súmötru í Indónesíu, …
Íbúi í Banda Aech, héraðshöfuðborg Aech á Súmötru í Indónesíu, reisir tjaldskýli. AP

Tala látinna í náttúruhamförunum í Asíu 26. desember er nú komin yfir 168 þúsund en félagsmálaráðuneyti Indónesíu skýrði frá því í morgun að 4741 nafni hefði verið bætt við listann þar í landi. Segir ráðuneytið, að 114.978 manns hafi að minnsta kosti látið lífið í Indónesíu og 12.132 sé enn saknað.

Þá hækkaði tala látinna á Taílandi einnig í 5321 í morgun en 3170 er enn saknað. Talið er að 1732 hinna látnu séu Taílendingar, 2173 eru taldir verið útlendingar og óvíst er með þjóðerni 1416.

Í Sri Lanka létu að minnsta kosti 30.920 lífið og 6034 er saknað. Í Indlandi segja stjórnvöld að 10.714 hafi látið lífið og 5669 er enn saknað.

Soe Win, forsætisráðherra Myanmar hefur sagt að 59 hafi látið lífið þar en Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90 manns hafi látist í Myanmar. Að minnsta kosti 82 létu lífið á Maldíveyjum og 26 er saknað. 68 létu lífið í Malasíu og 2 í Bangladesh.

Einnig varð manntjón á austurströnd Asíu. 298 létu lífið í Sómalíu, 10 í Tansaníu og 1 í Kenýa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert