Fjöldi látinna í Indónesíu nálgast 167 þúsund

Fjöldi þeirra, sem létust í Indónesíu í náttúruhamförunum 26. desember er nú kominn í 166.760 og 6.222 er enn saknað. Alls hafa 89.832 verið grafnir að sögn heilbrigðisráðuneytis Indónesíu í morgun.

Tala látinna í Indónesíu hækkaði í gær um 50%, í 166.320, þegar heilbrigðisráðuneytið kvað upp úr um að þeir sem skráðir höfðu verið sem týndir, væru látnir.

Félagsmálaráðuneyti landsins hefur einnig haldið skrá yfir látna og týnda. Segir ráðuneytið að staðfest tala yfir látna sé 114.717.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert