Tamíl tígrar reiðubúnir að vinna með stjórn Sri Lanka að dreifingu hjálpargagna

Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, tekur í hönd Velupillai Prabhakaran á …
Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, tekur í hönd Velupillai Prabhakaran á Sri Lanka í dag. AP

Norskir sendifulltrúar á Sri Lanka hafa hvatt ríkisstjórn landsins og uppreisnarmenn úr röðum Tamíl tígra til þess að koma á laggirnar sameiginlegri stjórn vegna dreifingar aðstoðar til fórnarlamba hamfara í landinu á annan dag jóla. Fulltrúar Tamíla lýstu sig í dag reiðubúna til þess að taka þátt í slíku samstarfi.

Tamíl tígrar saka stjórnvöld í landinu um að hindra að hjálpargögn berist til svæða sem þeir ráða lögum og lofum á, en stjórnvöld hafa hafnað þessu.

Talsmaður uppreisnarmanna skýrði frá samstarfsvilja Tamíl tígra eftir að norskir friðarumleitendur funduðu með uppreisnarleiðtoga þeirra, Velupillai Prabhakaran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert