Heilbrigðisráðuneytið í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, birti í dag endurskoðað yfirlit yfir fjölda þeirra sem fórust eða er enn saknað eftir flóðbylgjuna miklu í Indlandshafi sem skall á land í hluta Indónesíu á annan dag jóla. Nemur sá fjöldi 230.261 í landinu einu. Þar af er staðfest að 98.064 hafi farist í náttúruhamförunum. Fjöldi þeirra sem saknað er - og er reyndar sagður nánast talinn af - er 132.197 manns.