Meira en 100 lík finnast á einum degi á hamfarasvæðum í Indónesíu

Íbúar Aceh-héraðs brjóta niður rústir húsa sinna til að nýta …
Íbúar Aceh-héraðs brjóta niður rústir húsa sinna til að nýta efniviðinn til byggingar nýrra húsa. AP

Í gær fundust 117 lík fólks sem fórst í hamförum í Aceh-héraði í Indónesíu á annan dag jóla, að því er þarlendir embættismenn hafa skýrt frá. Nú eru rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að öflugur jarðskjálfti olli mikilli flóðbylgju í Indlandshafi. Líkin fundust í borginni Banda Aceh sem varð verst úti af völdum hamfaranna.

Alls eru nú 125.076 manns látnir, eða er saknað í Aceh og nágrannahéraðinu Norður-Súmötru, eftir flóðbylgjuna á annan í jólum. Þó hefur verið fækkað á lista yfir fólk sem er saknað eða talið af eftir flóðbylgjuna. Nú eru 95.018 manns á listaum, en voru áður 111.558.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert