Geitungur nefndur eftir Önnu Lindh

Ný geitungategund sem fannst á Kosta Ríka hefur verið nefnd eftir Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem féll fyrir hendi morðingja í Stokkhólmi fyrir einu og hálfu ári.

Náttúrufræðistofnunin hefur nefnt tegundina Polycyrtus Lindhae til að heiðra minningu ráðherrans, að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter.

Þessi litríka geitungategund, „er mikilvæg fyrir lífkerfið í Kosta Ríka. Hún ver sína eigin tegund en stuðlar á sama tíma að því að frjóvgun á sér stað á milli tegunda. Anna Lindh gegndi sama hlutverki í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Roberto Artavia Loria, yfirmaður háskólaráðs viðskiptaháskólans INCAO í Rómönsku Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka