Öflugir eftirskjálftar við Súmötru

Feðgar ganga framhjá skemmdum húsum í Gunung Sitoli á Nias-eyju.
Feðgar ganga framhjá skemmdum húsum í Gunung Sitoli á Nias-eyju. AP

Að minnsta kostir fjórir öflugir eftirskjálftar hafa orðið undan vesturstönd Sumötru á Indónesíu í dag og mældist sá síðasti þeirra 6,3 á Richter. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í skjálftunum og ekki var talin hætta á að flóðbylgja myndaðist af þeirra völdum. Skjálftarnir hafa allir orðið á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn á mánudag en talið er að um 1.000 manns hafi farist í honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert