9 ástralskir hermenn farast við björgunarstörf á Nias

Byggingar urðu illa úti í skjálftanum, svo sem í bænum …
Byggingar urðu illa úti í skjálftanum, svo sem í bænum Gunung Sitoli á Nias. ap

Níu ástralskir hermenn fórust er Sea King þyrla þeirra, sem þátt tók í björgunarstarfi á skjálftasvæðunum á eynni Nias í Indónesíu, fórst er hún nálgaðist afskekkt svæði á vesturströnd eyjunnar í dag.

Tveir úr 11 manna áhöfn þyrlunnar komust lífs af úr óhappinu en slösuðust þó lífshættulega. Þyrlan var af áströlsku herskipi, Kanimbla, en áhöfn þess hefur liðsinnt við björgunarstarf á Nias í framhaldi af jarðskjálfta á annan dag páska sem lagði byggð á eynni að miklu leyti í rúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert