Rabbíni grunaður um vitneskju um barsmíðar á heimili hans

Rabbíninn Shlomo Amar svarar spurningum fréttamanna í dag.
Rabbíninn Shlomo Amar svarar spurningum fréttamanna í dag. AP

Shlomo Amar, æðsti rabbíni ísraelskra gyðinga af austrænum uppruna, verður yfirheyrður í dag vegna ráns og misþyrminga fjölskyldu hans á táningi sem átti í sambandi við sautján ára dóttur hans.

Amar, sem kom heim frá Tailandi í dag, sagðist finna fyrir sannri angist vegna þjáninga piltsins og kenndi afvegaleiddum syni sínum um meðferðina á honum. Hann svaraði hins vegar ekki spurningum um það hvort hann hefði vitað af árásinni en samkvæmt heimildum ísraelskra fjölmiðla fór hluti misþyrminganna fram á heimili rabbínans og með fullri vitneskju hans.

Pilturinn, sem kynntist dóttur rabbínans á Netinu, segir son rabbínans, dóttur og eiginkonu hafa narrað sig inn í bíl og haldið sér föngnum í tvo daga bæði á heimili rabbínans og utan þess og að hann hafi sætt stöðugum barsmíðum á þeim tíma.

Sonurinn Meir Amar, sem er 31 árs og grunaður um að hafa haft frumkvæðið að árásinni á piltinn, yfirgaf samfélag bókstafstrúaðra fyrir mörgun árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert