Einn hverjum fjórum atkvæðisbærra manna í Frakklandi hafði kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins á hádegi í dag, að því er innanríkisráðuneytið greindi frá. Eru þetta um fimmtungi fleiri en höfðu kosið um Maastricht-sáttmálann og evruna á hádegi þegar það var gert árið 1992.
Jacques Chirac forseti og eiginkona hans Bernadette Chirac kusu snemma í morgun í þorpinu Sarran í Suð-Vestur-Frakklandi, þar sem þau búa. Hann talaði ekkert við fréttamenn en hann og kona hans gáfu viðstöddum eiginhandaáritanir og leyfðu fólki að taka myndir af sér.
Skoðanakannanir benda til þess að Frakkar muni hafna stjórnarskránni.