Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að of snemmt sé að segja til um hvort þar í landi verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Búist hefur verið við því að Blair kalli til þjóðaratkvæðis á næsta ári, og ljóst þykir að breskir fylgismenn stjórnarskrárinnar standi mjög höllum fæti.