Hollendingar hafna stjórnarskrá ESB

Íbúar í borginni Maastricht á kjörstað í dag.
Íbúar í borginni Maastricht á kjörstað í dag. AP

Hollendingar hafa hafnað fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins (ESB) í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í landinu í dag, samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrir stundu. Samkvæmt útgönguspánum sögðu meira en 63% kjósenda „nei“ í atkvæðagreiðslunni. Þrír dagar eru liðnir frá því að Frakkar höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæði.

37% kjósenda studdu stjórnarskrána í atkvæðagreiðslunni, að því er fram kemur í einu útgönguspánni sem gerð var í landinu, en hún var gerð fyrir ANP fréttastofuna og hollenska ríkisútvarpið og -sjónvarpið.

Kosningaþátttaka var 62%. Kosningin var ekki bindandi en hollensk stjórnvöld höfðu tilkynnt að þau myndu hlíta niðurstöðunum ef meira en 30% kjósenda greiddu atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert